Deildarbikarkeppni HSÍ í handbolta verður leikinn í Strandgötu í Hafnarfirði dagana 27.- 28. desember. Fjögur efstu lið í úrvalsdeild karla og kvenna taka þátt á mótinu og verður Akureyri Handboltafélag á meðal keppnisliða í karlaflokki ásamt Val, Haukum og FH.
Fyrst verður leikið í undanúrslitum sunnudaginn 27. desember þar sem Haukar og Valur mætast kl. 14:00 og Akureyri og FH kl. 16:00. Daginn eftir, mánudaginn 28. desember, verður svo leikið til úrslita.
Allir leikir mótsins verða sýndir beint á sporttv.is