04. mars, 2010 - 12:07
Fréttir
Fjórar danskar F-16 herþotur lentu á Keflavíkurflugvelli í vikunni en þær eru hingað komnar til að annast loftrýmiseftirlit yfir
Íslandi. Þetta er í annað sinn sem danski flugherinn mun annast loftrýmiseftirlit hér, en fyrir um ári voru danskar F-16 þotur á
Keflavíkurflugvelli í þrjár vikur. Í morgun flugu danskar herþotur yfir Akureyri með tilheyrarndi hávaða.
Nokkrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa annast loftrýmiseftirlit á Íslandi, Frakkar komu fyrstir í maí 2008, bandaríski flugherinn
í september sama ár. Norðmenn komu svo í maí 2009 í stað Spánverja sem hættu við vegna efnahagsástandsins.