Dalvík/Reynir áfram í VISA- bikarnum- Magni úr leik

Dalvík/Reynir er komið áfram í VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 7:2 sigur gegn Samherjum á Árskógsvelli í gær.

Gunnar Már Magnússon og Hermann Albertsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Dalvík/Reyni og þeir Jóhann Hreiðarsson, Viktor Már Jónasson og Atli Þór Ólason sitt markið hvor. Fyrir Samherja skoraði Sandor Forizs en annað marka Samherja var sjálfsmark.

Þá féll Magni frá Grenivík úr bikarkeppninni eftir 1:4 tap gegn Tindastóli á heimavelli í gær.

Nýjast