Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri fagna tveggja ára afmæli sínu á sunnudaginn kemur þann 13.desember. Félagar samtakanna
eru nú um 1.400. Haldið verður upp á tímamótin með Degi sjúkrahússins á Glerártorgi í dag, laugardaginn 12. desember. Þar verður í samstarfi við starfsmannafélagið Glaum boðið upp á heilsufarsmælingar og börn geta einnig komið með bangsa, dúkkur og
tuskudýr til skoðunar.
„Hollvinasamtökin kunna heilbrigðisstarfsmönnum á SAk hinar bestu þakkir fyrir liðlegheit og dugnað
í sjálfboðavinnu. Við verðum að sjálfsögðu á staðnum og skráum nýja félaga. Við erum stórhuga fyrir hönd SAk og leggjum okkur öll fram við að gera gott sjúkrahús enn betra,“ segir á vef hollvinasamtakanna.