Dagskrágerðarfólk framtíðarinnar

Hópur fólks situr nú á skólabekk í Háskólanum á Akureyri og tileinkar sér undirstöðuatriði í dagskrárgerð. Fólkið er á öllum aldri og kemur víða að. Námskeiðið stendur í tíu daga og er samvinnuverkefni skólans, Ríkisútvarpsins og Símenntunar HA 

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur greint frá því að RÚV ætli í framtíðinni að leggja aukna áherslu á að sinna landsbyggðinni, m.a. með því að auka vægi efnis sem framleitt er utan Reykjavíkur. Vonir standa til að þátttakendur á námskeiðinu geti í framtíðinni boðið RÚV krafta sína og unnið vandað efni í sinni heimabyggð til flutnings á Rás 1 eða Rás 2. 

Kennarar á námskeiðinu er bæði úr röðum kennara HA og úr starfsliði Ríkisútvarpsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeið sem þetta á Akureyri en vonir standa til að þetta verði í boði árlega.  

Nýjast