Dagforeldrum fjölgað á Akureyri

Marga foreldra skortir dagvistunarpláss fyrir börnin sín á Akureyri.
Marga foreldra skortir dagvistunarpláss fyrir börnin sín á Akureyri.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, segir þá stöðu sem komin er upp í dagvistunarúrræðum bæjarins vera þekkta en sé óheppileg fyrir suma foreldra. Eins og greint var frá í síðasta blaði var settur af stað undirskriftalisti þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Akureyri að fjölga leikskólaplássum og tryggja börnum frá að a.m.k. 18 mánaða aldri aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Margir foreldrar komast ekki með börnin sín á leikskóla fyrr en um tveggja og hálfs árs aldur. Þá er fullt hjá dagforeldrum og biðlistar langir.

Spurður hvernig bæjaryfirvöld hyggjast bregðast við þessu segir Guðmundur Baldvin að m.a. verði dagforeldrum fjölgað á næstunni. Nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags.


Nýjast