„Flutningur úr núverandi húsnæði geðdeildar, sem er á sjúkrahúsinu tekur líklega tvo dag en síðan hefst starfsemin af fullum krafti á nýjum stað," segir hann. Dagdeildarhluti starfseminnar flyst hægar yfir í húsnæði Sels að sögn Halldórs, en gert ráð fyrir að hún verði að fullu komin í gang á nýja staðnum um áramót. Hann segir að samhliða flutningi sé verið að taka upp nýja þætti í starfseminni og skipuleggja hana að nokkru leyti með öðrum hætti en var þegar hún var til húsa á Skólastíg.
Húsnæðið við Skólastíg hefur verið selt og var söluandvirðið notað til að standa straum af kostnaði við breytingar á Seli. Að auki fellur til einhver viðbótarkostnaður en Hallór segir að endanlegur kostnaður við þessar breytingar liggi ekki fyrir. „Allur kostnaður er þó innan marka og samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru," segir hann.