26. júní, 2007 - 10:40
Fréttir
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að hafa slegið lögreglukonu í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í desember árið 2005. Maðurinn sló lögreglukonuna í brjóstkassa þannig að hún hlaut eymsli af. Hann játaði brot sitt fyrir dómi. Sökum þess að hann hefur ekki áður hlotið refsidóm og þess að málið tafðist mjög í kerfinu var refsins hans ákveðin 30 daga fangelsi sem falli niður eftir 2 ár haldi hann almennt skilorð.