D-vítamín
Líkaminn okkar þarf á D-vítamínum að halda. Of lítil inntaka D vitamína getur leitt til mýkri beina hjá börnum og brothættari og stundum illa sköpuðum beinum hjá fullorðnum. Rannsóknir sýna að skortur á D-vítamínum hefur verið rakinn í beinni tengingu til brjósta- og ristil krabbameina, ýmissa hjartasjúkdóma, þunglyndis og verulegrar líkamsþyngingar. Sömu rannsóknir sýna að einstaklingar sem taka inn meira magn en dagleg þörf þykir af D - vítamínum, eru líklegri til að sleppa við ofangreinda kvilla.
Staðreyndir og rök fyrir þessu hafa þó ekki verið lögð fram. Núna styttir daginn líkt og gerist ár hvert með meira myrkri og oft þyngri skrefum hjá allt of mörgum. Allir ættu þó að vera viðbúnir þessu. Þetta gerist á hverju ári.
Á sama tíma ætla margir að taka sig á, koma líkamanum í lag og dansa glaðir í kringum jólatréð. Brosandi. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast í byrjum september. Þegar það fer að dimma, þá taka starfsmenn stöðvanna eftir því, að það dregur verulega úr mætingu. Lóðin rykfalla ekki, en það er sjáanleg breyting.
Það vil ég rekja til tímabilsins en ekki einstaklingsins. Þarna vantar meira D. Á tímabilinu október til loka apríl ættu allir þeir sem búsettir eru á þessu landi að taka inn D-vítamín. Daglega. Við getum ekki treyst eingöngu á það sem við fáum úr fæðunni einni.
Til að hindra beinþynningu, til að vera hressari og til að sleppa við síþreytu ættir þú að taka inn D -vítamín á hverjum degi þegar ekki sést til sólar. Virkni D-vítamíns er líka þessi. Það hjálpar kalsíum að byggja sterkari bein. Það hjálpar ónæmis- tauga- og frumukerfinu. Sem þýðir færri veikindadaga og minni skapsveiflur.
Hefur þú tekið eftir því að þú ert erfiðari í skapinu og á fætur á morgnana en þú ert yfir hásumarið? Þetta með sólarljósið er þekkt vandamál á stöðum eins og á Íslandi og það ætti í raun að skylda hvern Íslending í að taka inn þetta efni þessa mánuði. Ef þú dregur beina línu frá Amerísku - Kólumbíu að austasta tanga Rússlands, þá eru það eingöngu löndin sunnan við þá línu sem fá nógu mikið af D - vítamínum úr sólarjósinu einu og sér.
Þau sem eru fyrir norðan þá línu ættu að taka inn D - vítamín. Sjáðu hvar Ísland er. Fólk með dökkt hörund fá ekki jafn mikið D vítamín úr sólarljósinu og þau sem ljósari eru. Þetta gæti verið vandamál hjá dökku fólki sem býr á norðlægari stöðum. Líka á sumrin.
Fjárfestu mjög ódýrt í færri veikindadögum, í sterkari beinum, í minni skapsveiflum og miklu meiri gleði með D. Sjáðu myrkrið í öðru ljósi.
Fáðu þér D.
Ásgeir Ólafsson
Lífsstíls - og markþjálfi
Átak - heilsurækt