Vilja rannsaka flugslysið nánar

Frá slysstaðnum/mynd karl eskil
Frá slysstaðnum/mynd karl eskil

Lögmaður barna sjúkraflutningamanns sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst á síðasta ári, segir ósamræmi vera milli framburðar vitna og skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

„Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael Tryggvason, sem hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum flugslyss á Akureyri fyrir fyrir fimm mánuðum. Bróðir Mikaels, Pétur Tryggvason sjúkraflutningamaður, lést í flugslysinu ásamt flugstjóra vélarinnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.


Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi í október frá sér bráðabirgðaskýrslu
um flugslysið sem varð á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar mánudaginn 5. ágúst.

Nýjast