Veðurklúbbur Dalbæjar - veðurspá fyrir ágúst

Rauðmagi kemur við sögu í veðurspá Dalbæjar
Rauðmagi kemur við sögu í veðurspá Dalbæjar

 

Fundur var haldinn í dag, en tungl kviknar í NV klukkan 21:51.

"Ríkharði í Bakkagerði var alltaf illa við mánudags- eða þriðjudagstungl  og minnugir þess telja fundarmenn að ágúst frekar misveðrasamur og að það komi ekki til með að hlýna að neinu ráði fyrr en eftir 21. ágúst en þá er fullt tungl.

Einn fundarmanna dreymdi mikinn afla af rauðmaga, sem var keyrður fram í dal þar sem honum var sturtað á tún. Einn maður var látinn standa vörð um aflann til að allir fengju jafnt til skiptanna. Voru fundarmenn ásáttir um að þetta væri fyrir góðri sprettu þannig að flestir mættu vel við una," segir í tilkynningu frá veðurklúbbnum

Nýjast