Vaðlaheiðargöng orðin 183 metra löng
Göngin lengdust í síðustu viku um 59 metra, þannig að í lok vikunnar voru þau orðin 2,6 % af heildarlengdinni, sem er 7.170 metrar. Allar aðstæður til framkvæmda hafa til þessa verið góðar og er nú unnið á vöktum við gangagerðina.
Áætlað er að gangagröftur taki alls 26 mánuði frá báðum áttum og ætti þá gegnumslag að vera í september 2015 ef allt gengur skv. áætlun. Þá tekur við lokafrágangur, eins og lagnavinna, frostvörn og vegagerð inn í göngum ásamt smiðavinnu á tæknirýmum og vegskálum. Skiladagur verks er í desember 2016.