Tvö skákmót hefjast í vikunni

Skákfélag Akureyrar, sem verður 95 ára þann 10. febrúar nk. starfar enn af fullum krafti. Í kvöld byrjar hin árlega TM-mótaröð. Það er röð átta  hraðskákmóta sem haldin verða á þriggja mánaða tímabili og lýkur 10. apríl. Öllum er heimil þátttaka og ber sá sigur úr býtum sem nær bestum árangri á sex mótum af átta.

Þá hefst nk. sunnudag 12. janúar Skákþing Akureyrar, hið 76. í röðinni. Teflt er um titilinn Skákmeistari Akureyrar 2014, en núverandi meistari er Haraldur Haraldsson. Upplýsingar um skráningu eru á heimsíðu félagsins, en einnig er hægt að skrá sig á skákstað hálfri klst. fyrir mót, sem hefst kl. 13.

Teflt er í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg.

Nýjast