Þrír vilja stjórna Sjúkrahúsinu á Akureyri

Bjarni Jónasson hefur verið starfandi forstjóri
Bjarni Jónasson hefur verið starfandi forstjóri

Þrjár umsóknir bárust um stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.  Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna, en Halldór Jónsson fráfarandi forstjóri var í síðasta mánuði skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Halldór var í leyfi í fyrra, en átti að mæta til starfa 1. febrúar á þessu ári, en því var ítrekað frestað. Bjarni Jónasson hefur verið starfandi forstjóri og hefur hann verið skipaður í stöðuna til 1. ágúst. Þeir sem sækja um stöðuna eru:

Bjarni Jónasson forstjóri FSA
Guðjón Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga

Nýjast