Þorsksporðar með indversku ívafi
Arnar Símonarson skoraði í síðustu viku á Svölu Sveinbergsdóttur á Dalvík að koma með uppskriftir að viku liðinni. Hún tók að sjálfsögðu árskoruninni og leggur hérna til þrjár uppskriftir.
Þorsksporðar
10 Þorsksporðar (hægt að nota ýsu líka)
2 stk Kúrbítur
2 stk Græn paprika
½ Blaðlaukur
Smjör til steikingar
3-4 Hvítlauksgeirar
2-3 cm Engifer
Chillialdin
Turmeric (eftir smekk)
Cumin (eftir smekk)
Karry de luxe (eftir smekk)
Salt
1 skt Lime
1-2 dósir kókosmjólk (fer eftir því hversu þunn sósan á að vera)
1 stk epli
Hvítlaukur, engifer og chilli mýkt í smjöri á pönnu.
Bætið síðan blaðlauk og papriku út í, því næst kúrbítnum.
Kryddið til með ofangreindum kryddum eftir smekk.
Kreystið ½-1 lime yfir grænmetið. Bætið kókosmjólk út á pönnuna. Látið malla smá stund við lágan hita.
Bætið upprúlluðum þorsk sporðunum út í blönduna, 5-7 mínútum áður en borið er fram.
Rífið niður 1 gott epli og setjið yfir um leið og pannan er sett á matarborðið.
Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati, nýbökuðu brauði og límonu-bátum.
Fyrir hamingjusama Saladmaster eigendur þá er þessi réttur snilld á rafmagnspönnuna og ekki skemmir að tæta grænmetið og eplið í kvörninni góðu með hnífi nr. 3.
Ævintýrabrauð
1 bréf Þurrger
1 dl Vatn
3 msk Olía
3 dl Pasta sósa, t.d. Hunts
2 tsk Hvítlauksmauk
1 tsk Salt
1 tsk Sykur
ca 1 kg Hveiti
Gott er að bæta smátt skornum sólþurrkuðum tómötum og svörtum ólífum út í.
Blandið öllu saman í skál nema hveitinu. Hveitið er sett í slöttum út í og hnoðað þar til að deigið hættir að loða við borðið.
Deigið látið hefast í smurðri ofnskúffu í góðan klukkutíma.
Penslað með olíu og bakað við 200°C í ca 30 mín.
Sumarsæla
Þetta er einn af þessum réttum þar sem lítið fer fyrir mælieiningum. Hér verður fólk bara að fylgja innsæinu.
Ritz-kex (magn fer eftir fjölda munna)
Rabbabari (smátt britjaður)
Púðursykur (dökkur)
Rice krispies
Súkkulaðispænir
Karamellukurl
Ritzkexið mulið og sett í botn á smurðu eldföstu móti.
Rabbabaranum dreift yfir kexið og púðursykurinn þar ofan á.
Hyljið síðan með Rice krispies og svo súkkulaðispænir yfir allt.
Bakið við 200°C í ca 20 mínútur.
Takið úr ofninum og dreifið karamellukurli yfir.
Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.
Þessi réttur er ekki síðri þegar hann er farinn að kólna.
Verði ykkur að góðu. Svo skora ég á vinkonu mína Steinunni Jóhannsdóttur að koma með uppskrift í næsta blaði. Hún er snillingur í eldhúsinu og lumar á ýmsu hollu og góðu.