Systur rækta grænmeti í garðinum heima

„Þetta er mjög skemmtilegt sumarstarf, varla hægt að hugsa sér það betra,“ segja systurnar Helga María, sem er 13 ára og Berglind Björk, 15 ára en í sameiningu stunda þær nokkuð umfangsmikla grænmetisræktun í garði við hús foreldra sinna, Ingibjargar

Baldursdóttur og Guðmundar Guðmundssonar við Bjarmastíg 10 á Akureyri. Þær hafa fastan kaupanda að grænmetinu, móðir þeirra rekur veitinga- og kaffihúsið Kaffi Ilm, steinsnar frá grænmetisgarðinum og þar er því iðulega brakandi nýtt og ferskt grænmeti á boðstólum.

Systurnar voru með grænmetisgarð í Matjurtagörðum Akureyringa við Krókeyri í fyrrasumar og komust þar heldur betur á bragðið. „Það var mjög gaman að sinna garðinum og við lærðum margt þar, bæði var Jóhann sem sér um garðana áhugasamur og var alltaf að segja okkur hvernig best væri að standa að þessu og nágrannar okkar voru líka mjög duglegir við að miðla upplýsingum.“

Nánar er rætt við þæt systur í prentútgáfu Vikudags

Nýjast