Stefnir í 400 milljóna króna tap á árinu
Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs Akureyrar verði jákvæð um liðlega 140 milljónir króna á næsta ári. A-hlutinn er rekstur bæjarsjóðs, fyrir utan fyrirtæki og stofnanir í eigu bæjarins. Áætlunin gerir ráð fyrir að hagnaður samstæðunnar verði 555 milljónir króna. Bæjarfulltrúar hafa til þessa ekki viljað tjá sig um afkomu þessa árs. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans staðfesti þó á síðasta fundi bæjarstjórnar að niðurstaðan verði neikvæð. Það stefnir í 400 milljónir króna undir núllinu, sagði Oddur Helgi á bæjarstjórnarfundinum.