Sparitónleikar í kvöld
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu lýkur í kvöld með sparitónleikum á Akureyrarvelli klukkan 21:00. Fram koma Hvanndalsbræður, sigurvegari í Söngkeppni unga fólksins, Simmi og Pétur sem verða með brekkusöng og Sigga Beinteins. Síðast en ekki síst kemur fram akureyska hljómsveitin Stuðkompaníið en hún hefur ekki komið saman í fjölda ára. Kynnir á tónleikunum verður Óskar Pétursson.
Fólk er hvatt til að taka með sér teppi og jafnvel stóla.
Að tónleikunum loknum verður stórflugeldasýning í boði KEA