Slydda eða snjókoma í dag

Akureyri í morgun/mynd karl eskil
Akureyri í morgun/mynd karl eskil

Veðurstofan gerir ráð fyrur austan og norðaustan 8-13 m/s og snjókoma með köflum á Norðurlandi eystra í dag.  Heldur hvassara og úrkomumeira síðdegis, slydda eða rigning við ströndina en snjókoma inn til landsins. Norðaustan 5-10 og lítilsháttar él á morgun. Frost 0 til 6 stig en hiti um og yfir frostmarki við ströndina.
 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðaustan 10-20 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Snjókoma eða slydda norðantil, slydda eða rigning austantil, en þurrt að kalla um landið suðvestanvert. Hiti um frostmark.

Nýjast