Skólastjórar áhyggjufullir vegna fjármála
Það er fullur vilji innan bæjarstjórnar að standa vel að skólamálum og gæta þess að ekki sé vegið að menntun eða þjónustu við börn sveitarfélagsins, segir Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs Akureyrar, en fyrir síðasta fundi ráðsins lá erindi frá skólastjórumgrunnskólanna á Akureyri þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna þeirra áhrifa sem viðvarandi fjárhagsvandi hefur haft og muni hafa á skólastarfið verði ekkert að gert.
Halla Björk segir að skólastjórnendur hafi áhyggjur af því að ekki sé nógu miklu fjármagni veitt til skólakerfisins og þeir voru með erindi sínu að brýna fyrir bæjarráði að huga að þessu í komandi fjárhagsáætlunargerð, segir hún. Erindi skólastjórnendanna var kynnt á fundi bæjarráðs, sem vísaði því til gerðar fjárhagsáætlunar.