Skólamáltíðir hækka í verði

Fæði í leik-og grunnskólum Akureyrar hækkaði um 6% um áramótin. Stök máltíð í grunnskóla hækkar úr 501 kr. í 530 kr., máltíð í áskrift fer úr 371 kr. í 395 kr. og mjólkuráskrift hækkar úr 2.650 kr. í 2.800 kr. Í leikskólum hækkar fullt fæði um tæpar 450 krónur; fer úr 7.350 kr. í 7.791 kr.

Einnig var ákveðið að falla frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjaldi í grunnskólum en áður hafði verið hætt við hækkanir á vistunargjöldum á leikskólum. Gunnar Gíslason, fræðslustjóri á Akureyri, segir nauðsynlegt að hækka skólamáltíðir vegna aukins kostnaðar aðfanga og hækkandi rekstrarkostnaðar.

throstur@vikudagur.is

Nýjast