"Seðlabankinn reiknar aftur vitlaust," segir Samherji

Sigurður Ólason/mynd Samherji
Sigurður Ólason/mynd Samherji

Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Samherja skrifar bréf til starfsmanna fyrirtækisins, þar sem greint er frá því að Samherji hefði fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur fyrirtækinu. „Síðan þetta mál hófst á hendur okkur hef ég í þrígang yfirfarið útreikninga frá Seðlabanka Íslands. Í öll skiptin hef ég orðið jafn gáttaður á þeim reiknikúnstum sem þar eru viðhafðar og að kært sé fyrir magn sem framleitt er á um 15 mínútum í landvinnslum félagsins,“ segir Sigurður í bréfinu.

„Þegar ég var ráðinn til Samherja átti ég ekki von á því að mikill hluti starfs míns í félaginu myndi fara í að yfirfara útreikninga frá Seðlabanka Íslands á fiskverði. Enn síður átti ég von á að komast að því að Seðlabanki Íslands reiknar í öll skiptin vitlaust.“

 

Sjá bréf Sigurðar

Nýjast