Porthátíð á morgun
Á morgun verður haldin Porthátíð við Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri. Hljómsveitirnar Buxnaskjónar og Þorsteinn Kári troða upp og ef til vill bætast fleiri bönd í hópinn með stuttum fyrirvara. Vínilplötusnúðurinn Arnar Ari þeytir plötum og býr til villtar blöndur allt frá Schubert til Sigurrósar og frá Kardimommubænum til Kamarorghesta.
Á portmarkaðinum verður hægt að kaupa alls konar muni, svo sem fatnað, myndlist, skart, tónlist, mat og margt fleira frá fjölda fólks.
Meðfylgjandi mynd tók Daníel Starrason.