Öxnadalsheiðin lokuð

Búið er að loka Öxnadalsheiðinni vegna ófærðar en þar hafa tveir bílar setið fastir síðan í gær. Þungfært er víða fjallsvegum en töluvert hefur rignt Norðanlands í nótt og í morgun. Fram kemur á vef Vegarðerðarinnar að hvasst sé í Húnavatnssýslum og hálka eða hálkublettir, en flughált milli Blönduóss og Skagastrandar. Stórhríð er á Þverárfjalli

Flughált er víða bæði í Skagafirði og Eyjafirði. Óveður er á Grenivíkurvegi, í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði en einnig á Hófaskarði. Flughált er í Aðaldal og Brekknaheiði. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi en mokstur að hefjast.

Nýjast