Óskað eftir upplýsingum um flugslysið
Rannsókn flugslyssins á kvartmílubrautinni við Akureyri heldur áfram í dag. Rannsóknarnefnd flugslysa óskar eftir upplýsingum frá fólki og biður sérstaklega um að þær verði ekki settar inn á samfélagsmiðla. Meðal verkefna rannsóknarnefndarinnar er að ræða við sjónarvotta, en fjöldi manns var á svæðinu er slysið varð.
Í tilkynningu frá Mýflugi segir að varaflugvél taki við í kjölfar flugslyssins og sjúkraþjónusta á svæðinu því tryggð.
Ekki er hægt að birta nöfn þeirra er létust í flugslysinu í gær að svo stöddu.