Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð
Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur nú sem hæst, en hún verður formlega opnuð kl. 12 á hádegi á morgun, föstudag.
Verið er að setja upp sölutjöld og veitingatjaldið er einnig að rísa á svæðinu. Sýnendur sem eru um 90 talsins eru að koma sér fyrir í sölubásum sínum og gera þá sem best úr garði. Sýnendur eru af landinu öllu og í fyrsta sinni í 21 árs sögu Handverkshátíðar eru þátttakendur frá Vestmannaeyjum með. Íslensk handverk er í öndvegi á sýningunni sem og hönnun ýmis konar.
Norskar kýr eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina.Búist er við að um 15 til 20 þúsund gestir sæki Handverkshátíð, en hún stendur yfir alla helgina og lýkur síðdegis á mánudag.