Norðurorka kaupir fráveitukerfi Akureyrarbæjar á 2,3 milljarða

Eiríkur Björn Björgvinsson obæjarstjóri og Helgi Jóhannesson forstjóri undirrituðu samninginn í mirg…
Eiríkur Björn Björgvinsson obæjarstjóri og Helgi Jóhannesson forstjóri undirrituðu samninginn í mirgun/mynd karl eskil

Í morgun var undirritaður samningur um yfirtöku Norðurorku á fráveitu Akureyrarbæjar. Yfirtökuverð er 2,3 milljarðar króna, sem að hluta til fellst í yfirtöku á lánum.

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi segist sannfærður um að samningurinn leiði til betri þjónustu við íbúa og fyrirtæki í bænum. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku tekur í sama streng.

Í samningnum er gert ráð fyrir að farið verði í byggingu hreinsistöðvar við Sandgerðisbót á næstu árum.

Nýjast