Norðurorka kaupir fráveitukerfi Akureyrar
Samningur um að Norðurorka taki yfir rekstur á fráveitu Akureyrar verður undirritaður í fyrramálið. Bæjarráð var kallað saman síðdegis í dag, þar sem samnigurinn var á dagskrá. Eftir fundinn var svo staðfest að samningurinn verði formlega undirritaður í fyrramálið. Söluverð fæst ekki uppgefið, en Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi hefur sagt að ýmsar rauðar tölur í bókhaldi bæjarins breytist í svartar. Akureyrarbær er langstærsti eigandi Norðurorku.