Nöfn mannanna sem létust

Mennirnir tveir sem létust í flugslysinu við Akureyri í gærdag hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Páll Steindór var til heimilis að Pílutúni 2 á Akureyri. Hann var 46 ára og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur.

Pétur Róbert var til heimilis að Rútsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit. Pétur var 35 ára gamall, ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn

Nýjast