Mínútu þögn á fundi bæjarráðs vegna flugslyssins

Ráðhúsið á Akureyri/mynd Hörður Geirsson
Ráðhúsið á Akureyri/mynd Hörður Geirsson

Bljarráð Akureyrar kom saman til fundar í morgun.

Í upphafi fundar minntist formaður bæjarráðs mannanna tveggja, Péturs Róberts Tryggvasonar og Páls Steindórs Steindórssonar, sem fórust við skyldustörf í hörmulegu flugslysi þann 5. ágúst sl.  Pétur Róbert var starfsmaður Slökkviliðs Akureyrar og Páll Steindór starfsmaður Mýflugs og fulltrúi í umhverfisnefnd Akureyrarbæjar. Bæjarráð vottar fjölskyldum og aðstandendum þeirra dýpstu samúð og bað formaður fundarmenn að minnast Péturs Róberts og Páls Steindórs með mínútu þögn, segir í fundargerð bæjarráðs

Nýjast