Minni bjórsala innanlands en útflutningur eykst
Það sem af er ári hefur sala á bjór verið heldur minni en á sama tíma á liðnu ári að sögn Unnsteins Jónssonar verksmiðjustjóra hjá Vífilfelli á Akureyri. Það er klárt að veðurfar skiptir máli varðandi bjórsölu. Í kulda og trekki er mjög skiljanlegt að eitthvað annað en kaldur og svalandi bjór freisti landans, segir hann, en veðrið hefur það sem af er sumri ekki beinlínis leikið við íbúa suðvesturhornsins. Nú þegar sólin skín á flesta landsmenn ætti salan að taka vel við sér.
Þó svo að heildarsala á bjór á innanlandsmarkaði sé heldur minni nú í ár en var í fyrra segir Unnsteinn að útflutningur á vegum fyrirtækisins hafi aukist á móti og nú þegar ekki séu liðnir sjö mánuðir af árinu sé þegar búið að flytja meira út en allt árið í fyrra.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags