Meira malbikað en í fyrra á Akureyri

Í sumar hefur verið unnið við malbikun gatna á Akureyri, einkum hefur þó fram til þessa verið unnið við að setja stærri yfirbreiðslur, þ.e. lagt er yfir eldra malbik á nokkrum götur.

Þegar hafa starfsmenn Svarta gengisins svonefnda, starfsmanna sem starfa við malbiksframkvæmdir lagt malbik yfir Skipagötu, og hluta Strandgötu, Furuvalla, Geislagötu, Byggðavegar og Eyrarvegar. Jónas Valdimarsson tæknifræðingur hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar segir að minna hafi verið lagt á nýjum götum, einungs Dalsbraut enn sem komið er og eins hafi verið lagt malbik á Hólatúnið vegna sigs. Aðrar nýlagnir sem eru við Heiðartún, nyrst við Krossanesbraut, austasti hluti Óðinsness og á Brekkusíðu. „Við leggjum heldur meira núna í sumar en gert var í fyrra en allar framkvæmdir eru á áætlun,“ segir Jónas.

Nýjast