Leyndarmálið sýnt á Akureyri

Leikklúbburinn Saga sýndi Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrr á þessu ári
Leikklúbburinn Saga sýndi Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrr á þessu ári

Leikhópurinn Saga á Akureyri sýnir leikritið Leyndarmálið eftir Jónínu Leósdóttur. Leikhópinn skipa ungmenni á aldrinum á aldrinum 15 til 25 ára. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri miðvikudags- og fimmtudagskvöld klukkan 20:30. Á föstudagskvöld hefst sýning hins vegar klukkan 19:30.

Leikritið fjallar um 18 ára gamla stúlku, sem er sífellt að uppgvötva nýja fleti á sjálfri sér, suma viðkvæmari en aðra. Leikritið er í léttum dúr, með alvarlegum undirtóni.

Miðaverð er kr. 1.500 og eru miðar aðeins seldir á staðnum.

Fyrstir koma, fyrstir fá !

Nýjast