Læknir á hlaupum

Sigurður E. Sigurðsson flutti til Akureyrar fyrir þrettán árum og hefur starfað sem læknir á FSA síðan þá. Hann hefur upplifað erfiða tíma á sjúkrahúsinu, sem hefur þurft að skera niður starfsemina undanfarin fimm ár en loksins sér til sólar á ný. Sigurður ákvað ungur að árum að leggja læknastörf fyrir sig og segir vinnuna gefandi en krefjandi. Hann hleypur í frístundum og hefur hlaupið þrjú maraþon á undanförnum árum.
Síðustu fimm árin hafa verið mjög erfið og sjúkrahúsið þurft að skera mikið niður. Í fyrsta sinn í langan tíma kemur viðspyrna í reksturinn með auknu fjármagni. Við höfum skorið niður um 20% í starfseminni undanfarin ár og það kemur ekki allt til baka strax. En að geta endurnýjað mörg tæki sem eru úr sér gengin og laga húsnæðið er virkilega ánægjulegt. Það er langur listi af tækjum sem þarfnast endurbóta. Við sjáum fram á að geta bætt í næstu árum.
Hleypur í hverri viku
Sigurður fékk hlaupabakteríuna eins og hann segir sjálfur fyrir um sjö árum og segist hlaupa reglulega sér til heilsubótar og ánægju. Ég hef tekið þátt í mörgum hlaupum og keppt bæði í 10 km og hálfmaraþoni. Einnig hef ég þrisvar sinnum hlaupið maraþon; í Berlín, London og síðast í München. Þetta er hálfgerð bilun, segir Sigurður og hlær.
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Sigurð sem nálgast má í heild í prentútgáfu Vikudags.