Í fjörunni - glæsilegar myndir -
Það má segja að ég hafi átt myndavél alla mína ævi, þannig að ég hef tekið nokkrar myndir í gegnum tíðina, segir Freydís Heiðarsdóttir á Akureyri. Hún sýnir í prentútgáfu Vikudags í dag myndir sem eiga það sameiginlegt að vera teknar í fjöru. Ég er í ljósmyndaklúbbnum ÁLFkonur, við erum nokkrar dömur sem eigum það sameiginlegt að vera með myndadellu. Þetta er skemmtilegur og frískandi félagsskapur og maður lærir alltaf eitthvað nýtt þegar við hittumst, segir Freydís.
Sem sagt, glæsilegar myndir í prentútgáfu Vikudags í dag. Við tökum smá forskot á sæluna og birtum hérna þrjár myndir. Sjón er sögu ríkari !