Hirosimabúi talar við kertafleytingu

Árleg kertafleyting til að minnast sprenginganna í Hirosima og Nagasaki 1945 verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri í köld, klukkan 22. Ávarp flytur Taeko Osioka frá Hirosima sem er kennari og virkur friðarsinni þar í borg. Hilmar Jón Bragason þýðir mál hennar úr esperanto.

Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni og fást flotkerti á staðnum. Í tilkynningu frá samstarfshópnum segir að jafnframt verði mótmælt meim hernaðaryfirgangi stórvelda sem enn viðgengst.

 

Nýjast