Heiðursvörður
Fjölmenni var við útför Péturs Róberts Tryggvasonar, sem gerð var frá Akureyrarkirkju í dag. Pétur Róbert hóf störf sem slökkviliðs- og neyðarflutningsmaður árið 1999 og gegndi því starfi þar til hann lést í flugslysi fyrr í mánuðinum. Jarðsett var í Munkaþverárkirkjugarði í Eyjafjarðarsveit og var kistunni ekið þangað í gömlum slökkviliðsbíl. Samstarfsmenn Péturs Róberts í slökkviliðinu og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg stóðu heiðursvörð á Drottningarbrautinni, þegar líkfylgdin ók þar hjá.