Hannar búningana fyrir Gullna hliðið
Helga Mjöll Oddsdóttir sér um að hanna og sauma búninga fyrir leiksýninguna Gullna hliðið sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á föstudaginn.
Persónurnar í sögunni eru svo margar og verkið gríðarlega stórt í sniðum. Þetta eru um þrjátíu persónur en það var eitthvað af búningum til á lagernum sem hægt er að nýta. Hins vegar er þetta mikil áskorun fyrir mig sem fatahönnuð, því þetta eru margir búningar sem þarf að vinna alveg frá grunni. Einnig þarf ég að nota margskonar efni, t.d. bómul, leður og ull. Fjölbreytileikinn gerir þetta aftur á móti svo skemmtilegt. En ég er ekki alveg ein í þessu og fæ utanaðkomandi saumakonur til að aðstoða mig. Það hjálpar mikið, segir Helga Mjöll.
Nánar er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags