Glæsileg ljósmyndasýning

Kaldbakur frá skemmtilegu sjónarhorni/ Rúnar Vestmann
Kaldbakur frá skemmtilegu sjónarhorni/ Rúnar Vestmann

„ Það má segja að ég hafi fengið ljósmyndabakteríuna strax á unga aldri, enda nánast alinn upp innan um myndir,“ segir Rúnar Vestmann á Akureyri. „Foreldrar mínir eru Friðrik Vestmann og Guðrún Hjaltadóttir, sem stofnuðu Pedromyndir og sem gutti vann ég við að þurrka myndir sem þar var verið að framkalla. Við getum því sagt að ljósmyndun sé í blóðinu.“

Á opnu í Vikudegi í dag sýnir Rúnar Vestmann nokkrar glæsilegar myndir, sem hann tók í Eyjafirði.

Sjón er sögu ríkari !

Nýjast