Gengið frá sölu fráveitukerfis Akureyrar á morgun

Höfuðstöðvar Norðurorku/mynd karl eskil
Höfuðstöðvar Norðurorku/mynd karl eskil

Boðaður hefur verið fundur í bæjarráði Akureyrar á morgun, mánudag. Á dagskrá er yfirtaka orkufyrirtækisins Norðurorku á fráveitukerfi bæjarins. Á bæjarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum sagði Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs að stefnt væri að því að ganga frá yfirtökunni fyrir áramót. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hefur sagt að rekstur kerfisins falli almennt vel að starfsemi fyrirtækisins. Akureyrarbær er langstærsti eigandi Norðurorku.

Ekki hafa verið nefndar tölur um verð á fráveitukerfinu, en Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi hefur sagt að ýmsar rauðar tölur í bókhaldi bæjarins verði svartar eftir söluna.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast