Gefur lífinu lit að rækta eigið grænmeti
Það er alveg yndislegt að vera hérna, það gerist bara ekki betra, segir Hildur Heba Theodórsdóttir sem ræktar grænmeti af kappi í einum af matjurtagörðunum Akureyrarbæjar við Krókeyri. Þetta er þriðja sumarið sem Heba er með eigin matjurtagarð á svæðinu og líkar henni afskaplega vel. Heima við er hún svo með salat og krydd, tómata, gúrkur og paprikur og er að auki með eplatré, vínberjaplöntur og jarðarber.
Þetta er allt saman fínasta búbót, en ég hef líka afskaplega gaman af ræktuninni og hún gefur mér mikið, segir Heba, en hún nýtir alla uppskeruna, sumt er borðað strax annað geymt í frysti til vetrarins.
Liðtækir aðstoðarmenn
Þetta gefur lífinu svo sannarlega lit, það er nauðsynlegt að vera úti í náttúrunni og anda að sér fersku lofti og sjá grænmetið vaxta dag frá degi, segir Heba en nú nýtur hún dyggrar aðstoðar bróðurdætra sinna, þeirra Karenar og Aldísar sem oftar en ekki fá að bregða sér með henni í garðinn og leggja fram sitt lóð á vogarskálina. Þær eru mjög duglegar að hjálpa mér og hafa gaman af því að aðstoða mig í garðinum, segir Heba.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags