Framkvæmdir vegna kísiliðjuvers á Bakka hefjast væntanlega í haust

Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í febrúar á þessu ári/mynd Karl Eskil
Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í febrúar á þessu ári/mynd Karl Eskil

Bæjarstjórn Norðurþings var kölluð saman til aukafundar í kvöld, þar sem samþykkt var samhljóða að veita fulltrúum sveitarfélagsins fullt umboð tl að skrifa undir fyrirliggjandi samninga við þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma fyrirtækisins um uppbyggingu kísiliðjuvers á Bakka. Í febrúar á þessu ári skrifaði þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra undur yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og PCC um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að hefja framkvæmdir.

„Þetta er vissulega stórt skref sem tekið var á bæjarstjórnarfundinum í kvöld,“ segir Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar Norðurþings.  „ Ef allt gengur eftir, verður hægt að hefja framkvæmdir á haustdögum,sem þýðir að verksmiðjan getur tekið til starfa árið 2016. Ég geri ráð fyrir því að hægt verði að skrifa undir fyrirliggjandi samninga í haust,“ segir Gunnlaugur Stefánsson.

karleskil@vikudagur.is

 

Nýjast