Flugmaðurinn kominn heim

Séð yfir svæðið þar sem flugslysið átti sér stað. Mynd/Karl Eskil.
Séð yfir svæðið þar sem flugslysið átti sér stað. Mynd/Karl Eskil.

Flugmaðurinn sem komst lífs af þegar sjúkraflugvél Mýflugs hrapaði á aksturssvæði ofan Akureyrar þann 5. ágúst sl. er kominn heim. Hann var útskrifaður af gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri sl. föstudag. Vakthafandi læknir á FSA vildi ekki ræða meiðsli flugmannsins en sagði hann hafa sloppið ótrúlega vel. „Það voru engir alvarlegir áverkar. Núna tekur við endurhæfing hjá honum og hann þarf tíma til að jafna sig á þessu. Það er alltaf mikið áfall að lenda í slysi."

Þrír voru í flugvélinni sem hrapaði og létust tveir. Flugslysið er í rannsókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa og er búist við að frumrannsókn taki nokkra vikur.    

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast