Flestir atvinnulausir á aldrinum 30 - 34 ára
Fjögurhundruð voru að jafnaði án atvinnu á Norðurlandi eystra í síðsta mánuði, sem þýðir að hlutfallslegt atvinnuleysi á svæðinu var 2,6%, en á landinu öllu var hlutfallið 3,9%. Í maí voru rúmlega 460 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra, þannig að þeim fækkaði nokkuð á milli tímabila.
Vinnumálastofnun segir að 181 karl hafi að jafnaði verið án atvinnu á Norðurlandi eystra og 219 konur.
Langflestir eru búsettir á Akureyri, eða hátt í þrjú hundruð. Næst flestir búa í Norðurþingi.
Flestir sem voru án atvinnu eru á bilinu 30-34 ára og næst fjölmennasti hópurinn er á aldrinum 25-29 ára.
Flestir hafa verið án atvinnu í 26-38 vikur.