Fiskbúð opnuð á Akureyri
Engin sérhæfð fiskbúð hefur verið starfrækt á Akureyri í nokkurn tíma, en úr því verður bætt á næstunni. Fiskbúðin verður í húsnæði Bónus í Naustahverfi og eru öll tilskilin leyfi komin í hús.
"Við höfum hengið mjög jákvæð viðbrögð, enda tala margir um að nauðsynlegt sé að alvöru fiskbúð sé í bænum. Ég er sannfærðr um um að okkur verður tekið opnum örmum. Meðal annars verður lögð áhersla á að vera með á boðstólum hálf tilbúna rétti. Ég held að ekkert vandamál verði að útvega ferskt og gott hráefni, enda fiskmarkaðir og útgerðir hérna við bæjardyrnar. Auk þess erum við vel tengd í allar áttir, segir Aðalsteinn Pálsson, einn þeirra sem stendur að fiskbúðinni.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is