Ferðaþjónusta formlega opnuð á Lómatjörn

Hjónin Arvid Kro og Valgerður Sverrisdóttir fyrrum aðþingismaður og ráðherra opnuðu formlega leigu á gamla húsinu á Lómatjörn, um liðna helgi,  á laugardaginn 10. ágúst. Þau hafa unnið að breytingum og endurbótum síðustu mánuði Opnunardagurinn var ekki valinn af handahófi því þennan dag fyrir 101 ári fæddist faðir Valgerðar sem reisti húsið á Lómatjörn. 

Valgerður segir að ferðafólki fari mjög fjölgandi í Grýtubakkahreppi og þeim fjölgi sem bjóði þeim þjónustu sína.  Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í Jónsabúð. Laufásbærinn hefur ætíð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en að auki er Útgerðarminjasafn á Grenivík og tvö gallerí.  Þá nefnir Valgerður að fyrirtækið Pólarhestar sé starfrækt í miðri sveitinni og fjöldi fólks fari með því í lengri eða styttri hestaferðir. Nýlega var útbúið plakat með myndum af þeim fuglum sem sjást í sveitarfélaginu og þá er verið að koma fyrir skiltum sem sýna hvar best er að ganga á fjöllin, Kaldbak, Laufáshnjúk og Blámannshatt, „stolt okkar Höfðhverfinga,“ eins og Valgerður orðar það.

 

 

Nýjast