Ferðamenn í vandræðum

Vegurinn um Langadal til vesturs. Mynd/Vegagerðin.
Vegurinn um Langadal til vesturs. Mynd/Vegagerðin.

Björgunarsveitir eru á leið í Öxnadal til að aðstoða nokkra ferðamenn sem lent hafa í vandræðum vegna ófærðar. Bílar eru stopp og hamla snjómokstri. Þá vill lögreglan á Blönduósi koma því á framfæri að ekkert ferðaveður sé í Langadal, austan við Blönduós en þar hafi vindur farið upp í 32 m/sek. Lögregla hvetur ferðamenn til að kynna sér vel upplýsingar um færð og veður áður en haldið er út á vegina. Þetta kemur fram á mbl.is.

Á vef Vegagerðinnar kemur fram að hálka og óveður sé í Húnavatnssýslum, þægfingsfærð á Siglufjarðarvegi og stórhríð. Einnig er þæfingur á Öxnadalsheiði og skafrenningur.

Nýjast