Fangageymslur á Akureyri fullar eftir nóttina
Norðlendingar heilsuðu nýju ári með því að skjóta upp flugeldum. Kveikt var í brennu við Réttarhvamm á Akureyri í gærkvöld og fylgdist fjölmenni með mikilli flugeldasýningu þaðan, sem Björgunarsveitin Súlur sá um.
Átta gista fangageymslur á Akureyri eftir nóttina. Fjölmenni var í miðbænum og segir lögreglan að ölvun hafi verið mikil. Lögreglan þurfti að sinna ýmsum útköllum, sem flest tengdust ölvun.
Fyrstu börnin sem fæddust á Sjúkrahúsinu á Akureyri voru tveir drengir sem fæddust með fimm mínútna millibili. Annar þeirra fæddist kl. 08:17 en hinn kom í heiminn 08:22, samkvæmt mbl.is