Eyfirskir fossar séra Svavars Alfreðs Jónssonar
Ég hef undanfarin ár tekið myndir af eyfirskum fossum, með þeim langar mig til að sýna að maður þarf ekki endilega að fara langt til að sjá og upplifa eitthvað fallegt. Fossar þurfa heldur ekki að vera stórir og frægir til að vera flottir, það eru Þingeyingarnir sem eiga Goðafoss og Dettifoss. Við Eyfirðingarnir eigum miklu hæverskari fossa. Þeir eru samt aðdáunarverðir og eru ekki að reyna að vera neitt annað en þeir eru, segir séra Svavar Alfreð Jónsson prestur í Akureyrarkirkju. Á opnu í prentútgáfu Vikudags, sýnir Svavar nokkrar glæsilegar myndir af fossum.
Við birtum hérna á vefnum þrjár myndir, en bendum á prentútgáfuna, þar er fleiri myndir að finna.