Erum háð því að vera í góðu formi

Líkamsræktarfrömuðurinn Sigurður Gestsson er flestum Akureyringum kunnur. Sigurður er margfaldur Íslands meistari í vaxtarrækt og hefur hann unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum mótum. Sigurður á einnig ríkan þátt í uppgangi fitness íþróttarinnar á Íslandi. Sambýliskona Sigurðar, Kristín Kristjánsdóttir, hefur náð undraverðum árangri í fitness á skömmum tíma undir dyggri leiðsögn Sigurðar.
Ég æfi um fimm daga vikunnar og oft æfum við Kristín saman, segir Sigurður. Við erum háð því að vera í góðu formi og líður ekkert vel öðruvísi," segir Sigurður og Kristín tekur heilshugar undir það. Sigurður er menntaður rennismiður og starfaði sem slíkur áður en hann sneri sér að vaxtarrækt. Sú menntun nýttist honum vel þegar hann byrjaði í líkamsrækt en þá var úrvalið lítið af tækjum og tólum í bænum.
Ég smíðaði flest tækin sem ég notaði. Það var lítill peningur til á þessum árum og því varð maður að búa þetta til sjálfur. Þetta er í rauninni ekkert flókin smíði og mér finnst þetta einnig skemmtilegt. Það er talsvert af mínum tækjum í notkun í Átaki við Skólastíg og t.d. smíðaði ég handlóðin sem eru þar úr afgangsjárni. Ég smíðaði svo tæki í nokkrar stöðvar út á landi.
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við þau Sigurð og Kristínu sem lesa má heild í nýjustu prentútgáfu Vikudags.